Hugrenning dagsins

Mikið er ég annars búin að hafa það gott í dag. Mikill rólyndis dagur. Ég og tilvonandi kokkurinn og dekurdýrið mitt hann Poggi fórum í langan og góðan göngutúr í veðurblíðunni á Selfossi. Pogginn var svo þreyttur þegar að heim kom að hann stein stein sofnaði í snatri. Kokkurinn tilvonandi fékk sér epli þegar heim kom því að hann er orðinn svo heilbrigður þar sem hann hefur verið á Reykjalundi undanfarnar 3 vikur. Ég var nú reyndar búin að búa til handa honum skyrdrykk með bláberjum og jarðaberjum fyrir göngutúrinn. Annars hef ég setið og verið að prjóna á hann Lilla litla en hann er barnabarnadúkkan mín. Hann fær þæfðan útigalla og húfu. 

Já gott að geta verið til staðar fyrir aðra.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Velkomin á bloggið elsku eiginkona mín, gaman að sjá þig hér

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 9.3.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vigdís Þórný Kjartansdóttir
Vigdís Þórný Kjartansdóttir
Ég heiti Vigdís og bý á Selfossi. Ég er Sjúkraliði og Félagsliði og elska vinnuna mína. Ég er gift honum Hreinsa mínum sem alltaf hefur langað til að vera kokkur. Ég er móðir 4 yndislegra fullorðinna einstaklinga. Tengdabörnin mín eru 3 og barnabörnin eru 6 og stjúpbarnabörnin mín 3. Hundurinn dekurdýrið á heimilinu heitir Poggi og hitt dekurdýrið er barnabarnakötturinn minn sem heitir Ingvar og er alinn upp hjá okkur. Best af öllu í lífinu fynnst mér að fá að vera til staðar fyrir aðra, ekki hvað sýst þá sem lífið hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um.

Bloggvinir

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • Barnabarnahundarnir Zetor og Kútur
  • Barnabarna strákarni Lúsifer og Ingvar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband