31.3.2008 | 23:52
Smá saga af sonardótturinni
Amman og afinn voru að fara út að keyra með 4. ára sonardóttur sína. Sú stutta vildi endilega fá að sitja í framsætinu en fékk það náttúrlega ekki þar sem það er allveg bannað. Því varð hún að setjast í barnastílinn sinn aftur í. Þegar amman setist inn í bílinn, tók sú litla um hálsinn á ömmunni og sagði: "Amma þegar þú ert orðinn soldið mikið gömul, en ekki allveg dauð, má ég þá vera í framsætinu, en þú aftur í."
Svona eru þessar elskur.
Annars var ég að hugsa hvort ég ætti nokkurn tíma að fara aftur í hraðbanka að kvöldi til. Ég dó næstum úr hræðslu. Getur verið að allt ofbeldið í þjóðfélaginu sé farið að setja mark sitt á hugarfarið í manni. Var í mestu makindum í kvöld að taka út pening í KB banka. Stóð og beið eftir öllum seðlunum mínum þegar að ungur maður kemur inn í bankann. Hugurinn minn var búinn að búa til þvílíkt leikrit. Já hugsaði ég hann ætlar að ræna mig. Já hann lemur mig örugglega. Ætli ég deyi ekki bara hér sí svona. Hjartað var komið upp í háls þar sem grey maðurinn stóð fyrir aftan mig. En viti menn. Hann tók ekki peningana mína, lamdi mig ekki. Þá var þetta bara yndæll ungur maður að fara að taka sína eigin peninga út úr hraðbankanum en ekki hrifsa til sín mína. Er ég orðin svona rugluð eða.............
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 104
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rugluð, já ekki langt frá því ættir eitthvað að skoða þetta þó maður geti svo sem verið við mörgu viðbúin.
En hver er 4 ára sonardóttir þín? vissi ekki þú ættir eina slíka, er maður að missa algjörlega samskiptin við familíuna þarna á Íslandinu?
Anna Rósa (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:03
Það er svona að búa í útlöndum í mörg ár
Hreinn Skagfjörð Gíslason, 10.4.2008 kl. 23:06
Daddi (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.