Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 23:52
Smá saga af sonardótturinni
Amman og afinn voru að fara út að keyra með 4. ára sonardóttur sína. Sú stutta vildi endilega fá að sitja í framsætinu en fékk það náttúrlega ekki þar sem það er allveg bannað. Því varð hún að setjast í barnastílinn sinn aftur í. Þegar amman setist inn í bílinn, tók sú litla um hálsinn á ömmunni og sagði: "Amma þegar þú ert orðinn soldið mikið gömul, en ekki allveg dauð, má ég þá vera í framsætinu, en þú aftur í."
Svona eru þessar elskur.
Annars var ég að hugsa hvort ég ætti nokkurn tíma að fara aftur í hraðbanka að kvöldi til. Ég dó næstum úr hræðslu. Getur verið að allt ofbeldið í þjóðfélaginu sé farið að setja mark sitt á hugarfarið í manni. Var í mestu makindum í kvöld að taka út pening í KB banka. Stóð og beið eftir öllum seðlunum mínum þegar að ungur maður kemur inn í bankann. Hugurinn minn var búinn að búa til þvílíkt leikrit. Já hugsaði ég hann ætlar að ræna mig. Já hann lemur mig örugglega. Ætli ég deyi ekki bara hér sí svona. Hjartað var komið upp í háls þar sem grey maðurinn stóð fyrir aftan mig. En viti menn. Hann tók ekki peningana mína, lamdi mig ekki. Þá var þetta bara yndæll ungur maður að fara að taka sína eigin peninga út úr hraðbankanum en ekki hrifsa til sín mína. Er ég orðin svona rugluð eða.............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 00:57
Hugleiðing dagsins.
Það er svo ofarlega í huga mér í dag hvað margir eiga um sárt að binda.
Ég vil votta þeim sem hafa misst ásvini sýna í hræðilegum slysum undanfarna daga mína dýpstu samúð.
Einnig hef ég hugsað mikið til litlu barnanna sem urðu fyrir skelfilegri lífsreynslu í Danmörku í morgun þegar að móðir þeirra og afi voru myrt fyrir framan augun á þeim.
Guð styrki ykkur og blessi ríkulega.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 22:03
Hugleiðing dagsins
Já þetta er dagurinn sem ég hef haft til umráða. Dagurinn í gær farinn og dagurinn á morgunn er ekki kominn. ´Þessi dagur hefur verið mjög góður. Þurfti til Reykjavíkur snemma í morgunn ásamt minni heittelskaðri dóttur. Poggi dekurdýr var heima í rólegheitunum á meðan, annars fer hann allt með mér nema í vinnuna. Við Lýdía ömmu stelpan mín vorum búin að mæla okkur mót eftir leikskóla þar sem við þurftum að erindast ýmislegt. Ég mætti klukkan eitt í leikskólann að sækja mína. Kjörorð okkar er ALLTAF AÐ HJÁLPAST AÐ. Okkur vantaði nefnilega rennilás í samfestinginn hans Lilla babyborn stráks sem ég hef verið að prjóna á hann. Síðan fórum við og keyptum garn í sokkana við gallann. Við vorum fyrir nokkru síðan búnar að komast að því að okkur vantaði nýja tréliti til að lita með þar sem við höfum svo gaman að því að lita. Fórum í Nóatún litirnir keyptir og einnig Dóru litabók, þar sem uppgötvuðum allt í einu að litabækurnar okkur væru alveg að verða útlitaðar. Báðar ömmumæðgurnar afskaplega ánægðar með okkur. Það er nú ekki lengi verið að redda málunum þegar allir hjálpast að. Seinnipart dagsins fór ég að klára námskeið um Sorg og sorgarviðbrögð sem ég hef verið á undanfarið. Þetta er frábært námskeið sem ég mæli með. Sorgin og gleðin eru systur. Sorgin getur verið svo margvísleg. Missir ásvinar, vinkonu, eða vinnuna sem einstaklingur hefur lengi starfað við. Orðin sem aldrei voru sögð. Já það er nefnilega svo mikilvægt að gera alla hluti upp strax. Ég hef orðið vitni að því oft og mörgum sinnum að þegar einstaklingur er látinn, þá nístir sorgin hjarta aðstandanda eða vinar ekki bara við andlátið heldur einnig hin Ósögðu orð sem nú var orðið of seint að segja. Mál milli einstaklinganna sem átti eftir að gera upp, fyrirgefningu og margt annað. Í mínu starfi hef ég orðið vitni að miklum harmi þar sem óuppgerð mál, ósögð orð nístu hjarta fólks. Það var orðið of seint að segja Fyrirgefðu mér.
Reynum alltaf að enda daginn í dag á því að hafa hreint borð í orði og verki. Þá farnast okkur öllum vel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 23:47
Hugrenning dagsins
Mikið er ég annars búin að hafa það gott í dag. Mikill rólyndis dagur. Ég og tilvonandi kokkurinn og dekurdýrið mitt hann Poggi fórum í langan og góðan göngutúr í veðurblíðunni á Selfossi. Pogginn var svo þreyttur þegar að heim kom að hann stein stein sofnaði í snatri. Kokkurinn tilvonandi fékk sér epli þegar heim kom því að hann er orðinn svo heilbrigður þar sem hann hefur verið á Reykjalundi undanfarnar 3 vikur. Ég var nú reyndar búin að búa til handa honum skyrdrykk með bláberjum og jarðaberjum fyrir göngutúrinn. Annars hef ég setið og verið að prjóna á hann Lilla litla en hann er barnabarnadúkkan mín. Hann fær þæfðan útigalla og húfu.
Já gott að geta verið til staðar fyrir aðra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 104
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar